Bandarískar hlutabréfavísitölur í methæðum

Fjármálahverfið í New York.
Fjármálahverfið í New York. AFP

Dow Jones hlutabréfavísitalan á Wall Street í New York hækkaði um 1,9% í viðskiptum í dag, er 40.954 stig og hefur aldrei verið hærri. S$P 500 vísitalan setti einnig met og Nasdaq vísitalan hækkaði sömuleiðis.

Þá hækkaði verð  á gulli á heimsmarkaði um 1,9% og hefur aldrei verið hærra, er nú 2.450 dalir únsan.

Evrópskar hlutabréfavísitölur og vísitölur víða í Asíu lækkuðu hins vegar í dag.

Hækkun hlutabréfa vestanhafs er einkum rakin til væntinga um að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti á næstunni til að örva vinnumarkaðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK