Leggur til að Tómas verði varaseðlabankastjóri

Tómas Brynjólfsson.
Tómas Brynjólfsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt til að Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála, verði ráðinn varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.

Þetta staðfestir Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, í samtali við mbl.is.

Hann segir að vænta megi ákvörðunar frá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á næstu vikum, en það er forsætisráðherra sem skipar í embættið.

Sjö umsóknir bárust

Embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika var auglýst laust til umsóknar 9. apríl eftir að Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, óskaði eft­ir því við for­sæt­is­ráðherra að láta af störf­um í lok árs.

Gunn­ar var skipaður í embætti til fimm ára í mars 2020 og var því tæpt ár eft­ir af skip­un­ar­tíma hans.

For­sæt­is­ráðherra skip­ar í embættið til fimm ára að feng­inni til­nefn­ingu fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. Alls bár­ust sjö um­sókn­ir um embætti vara­seðlabanka­stjóra fjár­mála­stöðug­leika.

Verið í ráðuneytinu frá 2018

Tómas er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics.

Hann var skipaður skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu árið 2018.

Áður hafði hann meðal annars verið stjórnandi á EFTA-skrifstofunni í Brussel og unnið að efnahags- og fjármálamarkaðsmálum í stjórnarráðinu frá árslokum 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK