Nýtt tilboð í þrotabú Skagans 3X

Blikur eru á lofti í atvinnulífinu á Akranesi eftir að …
Blikur eru á lofti í atvinnulífinu á Akranesi eftir að Skaginn 3X varð gjaldþrota. mbl.is/Sigurður Bogi

Verið er að skoða nýtt tilboð sem borist hefur í þrotabú Skagans 3X, en tilboðið tekur til allra eigna búsins auk fasteigna þar sem starfsemin hefur verið hýst en eru ekki í eigu þrotabúsins.

Áður hafði komið fram tilboð í hluta rekstursins.

Í samtali við Morgunblaðið segir Helgi Jóhannesson skiptastjóri þrotabúsins að hinn nýi tilboðsgjafi hafi ekki komið fram með beinum hætti, heldur hafi tilboðið borist með milligöngu lögmannsstofu.

Afstaða liggi fyrir fljótlega

Segir Helgi tilboðið vera til skoðunar hjá þeim sem eiga hlut að máli, þ.e. þrotabúinu sjálfu, Íslandsbanka sem á veð í eignum þrotabúsins sem og eiganda umræddra fasteigna sem tilboðið tekur til, en þær eru í eigu félagsins Grenja sem er til heimilis á Akranesi.

Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá er hlutverk félagsins Grenja „fasteignarekstur gegn þóknun eða samkvæmt samningi“, en eigandi félagsins er skráður Arnfinnur Teitur Ottesen.

Fyrir liggur tilboð fyrirtækisins KAPP í hluta þrotabús Skagans 3X eins og áður hefur komið fram, en ekki hefur verið tekin afstaða til þess enn.

Búist er við að afstaða hlutaðeigenda til fyrirliggjandi tilboða liggi fyrir áður en langt um líður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK