Tekjurnar hæstar í Vestmannaeyjum

Horft yfir Vestmannaeyjar.
Horft yfir Vestmannaeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Vestmannaeyingar höfðu í fyrra hæstar heildartekjur á landinu ef sveitarfélög eru borin saman. Þá voru þeir með hæstar fjármagnstekjur og ráðstöfunartekjur á mann að meðaltali.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar en þær byggjast á skattframtölum einstaklinga í fyrra. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna.

Meðaltekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum árið 2023.
Meðaltekjur einstaklinga eftir sveitarfélögum árið 2023. Graf/mbl.is

Seltirningar tekjuhæstir á höfuðborgarsvæðinu

Seltirningar eru tekjuhæstir íbúa á höfuðborgarsvæðinu og eru Garðbæingar og Kópavogsbúar í öðru og þriðja sæti. Á hinum enda listans skipar Tjörneshreppur botnsætið yfir heildartekjur á mann að meðaltali í fyrra.

Nánar er fjallað um sveitarfélög sem hafa tekjuhæstu íbúana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK