Verðbólgan komist undir 2,5% í byrjun árs 2026

Í skýrslu AGS kemur fram að búast megi við kólnun …
Í skýrslu AGS kemur fram að búast megi við kólnun í hagkerfinu á þessu ári en að samhliða því standi vonir til þess að verðbólga lækki undir lok árs og fram eftir næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans hefur borið árangur í baráttu við aukna verðbólgu. Að sama skapi þarf Seðlabankinn þó að huga vel að því að lækka vexti aftur samhliða því sem verðbólgan lækkar.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um íslenskt efnahagslíf, sem birt var síðdegis í gær.

Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna en sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í maí síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.

Enn nokkuð háar verðbólguvæntingar

Í skýrslu AGS kemur fram að búast megi við kólnun í hagkerfinu á þessu ári en að samhliða því standi vonir til þess að verðbólga lækki undir lok árs og fram eftir næsta ári.

AGS telur að verðbólgan nái verðbólgumarkmiði Seðlabankans (sem er 2,5%) á fyrri hluta ársins 2026.

Sjóðurinn vekur athygli á því að verðbólguvæntingar séu enn nokkuð háar, sem er í samræmi við það sem Seðlabankinn hefur haldið fram, en telur að Seðlabankinn þurfi þó að bregðast við þegar hann sér fram á lægri verðbólgu og verðbólguvæntingar í þeim tilgangi að lækka raunvexti.

Þá gerir AGS ráð fyrir 1,2% hagvexti í ár, sem er nokkuð minni hagvöxtur en í fyrra þegar hann mældist 4,1%, en að hann aukist aftur í um 2,4% á næsta ári.

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK