86 milljóna króna hagnaður Icelandair

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair skilaði 86 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2024, borið saman við 1,9 milljarða hagnað á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Þá nam EBIT hagnaður fyrirtækisins 457 milljónir króna sem er 2,4 milljörðum verri afkoma en árið áður. 

Í árshlutauppgjöri félagsins er áætlað að hagræðingaraðgerðir í maí og júní munu skila 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli. 

Framúrskarandi stundvísi

Jákvæð kostnaðarþróun, flotaendurnýjun, kostnaðarhald og aukin skilvirkni í rekstri höfðu endurspeglast í 2,4 prósent lækkunar á einingakostnaði. 

„Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningu.

Markaðurinn þegar farinn að taka við sér

Bogi segir að fram undan séu tækifæri fyrir Icelandair og nefnir til dæmis stækkun leiðakerfis með nýjum og langdrægari flugvélum. 

„Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi.“

Bogi segir að markaðurinn til Íslands sé farin að sýna jákvæð merki og að hann muni ná sér á næstu misserum, ef haldið er rétt á spilunum. 

„Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar,“ segir Bogi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK