Engar eignir en kröfur upp á 110 milljónir

Stefán Magnússon, þegar Mathús Garðabæjar var opnað 2016.
Stefán Magnússon, þegar Mathús Garðabæjar var opnað 2016. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Engar eignir fundust í þrotabúi Brunch ehf., sem var í eigu Stefáns Magnússonar kokks. Skiptum lauk í júní en lýstar kröfur námu samtals 110 milljónum króna.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september á síðasta ári. Samkvæmt síðasta ársreikningi sem félagið skilaði fyrir árið 2021 nam tap ársins 40 milljónum króna og var eigið fé neikvætt upp á 65 milljónir.

Brunch ehf. rak veitingastaðinn Mathús Garðabæjar áður fyrr en eigendaskipti urðu fyrir tveimur árum og tók félagið MHG10 ehf. við rekstrinum. Tengist þrotabúið því veitingastaðnum ekki lengur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK