Bankinn hagnast um 16 milljarða á fyrri hluta ársins

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins nam 16,1 milljarði króna. Á síðasta ári nam hagnaðurinn 14,5 milljörðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nam 9 milljörðum og batnar á milli ára en hagnaðurinn á sama tíma á síðasta ári nam 6,7 milljörðum króna.

Arðsemi eiginfjár var 10,5% en til samanburðar nam arðsemin 10,3% á síðasta ári. Hreinar vaxtatekjur námu 29,1 milljarði króna og hreinar þjónustutekjur voru 5,4 milljarðar króna.

Uppgjörið sterkt og markmiðum náð

Í tilkynningunni segir að virðisbreytingar útlána hafi verið neikvæðar um 3,5 milljarða króna. Stór hluti virðisbreytinga séu vegna óvissu um fjárhagslegar afleiðingar náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga.

„Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins er sterkt og öll fjárhagsleg markmið sem bankinn hafði sett sér náðust. Arðsemi er í samræmi við markmið og kostnaðarhlutfallið er með því lægsta sem gerist. Vaxtatekjur eru sterkar en vel hefur tekist til við ávöxtun á lausafé bankans,” er haft eftir Lilja Björk Einarsdóttur bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni.

Haft er eftir Lilju að stærsti viðburður síðasta ársfjórðungs hafi verið undirritun samnings um kaup bankans á tryggingafélaginu TM.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK