Eins milljarðs hagnaður hjá Höldi

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds.
Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bílaleigan Höldur hagnaðist um einn milljarð króna á síðasta ára samkvæmt nýjum rekstrarreikningi félagsins fyrir síðasta ár. 

Rekstrartekjur námu um 15,2 milljörðum króna og jukust lítillega milli ára, en þar af nam sala og útleiga á bílum rúmum 13,6 milljörðum. Rekstrarkostnaður nam rúmum 7,4 milljörðum en þar af var rekstarkostnaður bifreiða um 3 milljarðar og starfsmannakostnaður einnig rúmir 3 milljarðar. 

Í reikningnum kemur fram að eignir félagsins hafi numið um 33.5 milljörðum, en langtímaskuldir tæpum 18 milljörðum og skammtímaskuldir tæpum 11 milljörðum.

Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar var árið 2023 besta rekstrarár í sögu félagsins, en að sögn stjórnarinnar voru tækniumbætur á innri upplýsingakerfum félagsins megin orsök þess. Ekki liggur þó fyrir hvort arður verði greiddur út á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK