Gleðipinnar ehf, sem rekur meðal annars veitingastaðina American Style, Aktu Taktu, Hamborgarafabrikkuna, Shake and Pizza og Blackbox, skilaði hagnaði upp á 1,02 milljarða á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum samstæðareikningi félagsins fyrir síðasta ár, en félagið er að hluta í eiga Kaupfélags Skagfirðinga.
Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur samstæðunnar 2,5 milljarðar króna á árinu og dróust lítillega saman milli ára, en þær voru um 3,8 milljarðar króna árið 2022. Rekstrarkostnaður nam rúmlega 2,4 milljörðum, en á árinu kom einnig til söluhagnaður af hlutabréfum og öðrum eignum upp á 1,09 milljarða.
Ef ekki hefði komið til söluhagnaðarins hefði því rekstur félagsins verið nálægt núllinu.
Félagið skilaði sem fyrr segir hagnaði, en hann jókst töluvert milli ára, úr 247 milljónum króna árið 2022. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 1,9 milljarði.
Hjá fyrirtækinu störfuðu að meðaltali um 108 manns, en launatengdur kostnaður nam um 1 milljarði króna.
Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur út arður til hluthafa á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023.