Velta í ferðaþjónustu eykst um 14%

Gistinóttum erlendra gesta fækkar um 9% milli maí 2023 og …
Gistinóttum erlendra gesta fækkar um 9% milli maí 2023 og 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands sýna að þrátt fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta hafi velta einkennandi greina í ferðaþjónustu aukist. Þetta kemur fram í skammtímahagvísi ferðaþjónustu í júlí sem Hagstofa Íslands gefur út.

Einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu eru þær greinar sem framleiða vöru eða þjónustu sem er beintengd ferðaþjónustu, svo sem gististaði, veitingastaði, ferðaþjónustufyrirtæki, leigubílaþjónustu, leiðsögn, söfn, og aðrar afþreyingar.

Velta jókst um 14% milli ára

Samkvæmt virðisaukaskattskýrslum nam velta í ferðaþjónustu á Íslandi 129,5 milljörðum króna frá mars til apríl 2024. Þetta er um 7% meira en á sama tíma árið 2023.

Á 12 mánaða tímabili frá maí 2023 til apríl 2024 jókst velta ferðaþjónustunnar um 14% miðað við sama tímabil árið áður.

Gistinóttum erlendra gesta fækkaði um 9%

Í maí 2024 voru gistinætur á hótelum 385.759, sem er fækkun frá 415.050 í maí 2023. Gistinætur erlendra gesta voru 304.848, sem er 9% færri en á sama tíma árið áður.

Hins vegar voru gistinætur Íslendinga 80.911, sem er 2% aukning frá maí 2023.

Í júní 2024 voru brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli 277.672 samanborið við 288.593 í júní 2023. Farþegar með erlent ríkisfang voru 212.391, sem er 9% fækkun frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK