Mikill vöxtur á 18 árum

Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda AÞ-Þrifa, segir hreingerningarekstrinn ganga …
Arnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda AÞ-Þrifa, segir hreingerningarekstrinn ganga út á að veita góða þjónustu. mbl.is/Eyþór

„Fyrirtækið var formlega stofnað árið 2006, en fjórum árum áður byrjaði ég með gluggaþvottaþjónustu þar sem ég keyrði á milli stigahúsa með gluggaþvottakúst í hendi og þreif glugga. Þannig var starfsemin til að byrja með svo vatt hún heldur betur upp á sig,“ segir Arnar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri og einn eigenda hreingerningafyrirtækisins AÞ-Þrifa, í samtali við Morgunblaðið.

Það er óhætt að segja á þessum 18 árum hafi mikið vatn runnið til sjávar, þar sem nú starfa 250 starfsmenn hjá fyrirtækinu við allar tegundir hreingerninga; gluggaþvott, ræstingar, iðnaðarþrif og meindýravarnir fyrir einstaklinga, fyrirtæki, opinberar stofnanir og sveitarfélög.

Arnar segir að hreingerningareksturinn snúast fyrst og fremst um að veita góða þjónustu, halda viðskiptavinum ánægðum og byggja upp góða liðsheild, þegar hann er spurður hver sé lykilinn að vexti fyrirtækisins.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út á laugardag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK