Afkomuspá Play felld úr gildi

Uppgjör Play fyrir 2. ársfjórðung verður kynnt síðar í þessari …
Uppgjör Play fyrir 2. ársfjórðung verður kynnt síðar í þessari viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna við árs­hluta­reikn­ing og upp­færslu af­komu­áætlun­ar vegna árs­ins 2024 gef­ur vís­bend­ing­ar um að rekstr­ar­hagnaður Play verði ekki í kring­um núll eins og áður hafði verið gefið út, held­ur nei­kvæður.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Play til Kaup­hall­ar­inn­ar. Þó er tekið fram að af­kom­an stefni í að vera betri en á síðasta ári, en það er ekki út­fært nán­ar í til­kynn­ing­unni. Play mun birta upp­gjör fyr­ir ann­an árs­fjórðung á fimmtu­dag.

„Erfitt rekstr­ar­um­hverfi flug­fé­laga um þess­ar mund­ir gef­ur PLAY til­efni til að veita ekki frek­ari leiðsögn um rekstr­arþætti fé­lags­ins fram á við,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Tap Play á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs nam um þrem­ur millj­örðum króna, en tap fé­lags­ins á síðasta ári nam um 4,8 millj­örðum króna. Fé­lagið tryggði sér fjóra millj­arða króna í hluta­fjárút­boði í lok fe­brú­ar sl. For­stjóra­skipti áttu sér stað um miðjan mars þegar Birg­ir Jóns­son lét af störf­um og Ein­ar Örn Ólafs­son, sem þá hafði verið stjórn­ar­formaður, tók við starf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK