Afkomuspá Play felld úr gildi

Uppgjör Play fyrir 2. ársfjórðung verður kynnt síðar í þessari …
Uppgjör Play fyrir 2. ársfjórðung verður kynnt síðar í þessari viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna við árshlutareikning og uppfærslu afkomuáætlunar vegna ársins 2024 gefur vísbendingar um að rekstrarhagnaður Play verði ekki í kringum núll eins og áður hafði verið gefið út, heldur neikvæður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar. Þó er tekið fram að afkoman stefni í að vera betri en á síðasta ári, en það er ekki útfært nánar í tilkynningunni. Play mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudag.

„Erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga um þessar mundir gefur PLAY tilefni til að veita ekki frekari leiðsögn um rekstrarþætti félagsins fram á við,“ segir í tilkynningunni.

Tap Play á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam um þremur milljörðum króna, en tap félagsins á síðasta ári nam um 4,8 milljörðum króna. Félagið tryggði sér fjóra milljarða króna í hlutafjárútboði í lok febrúar sl. Forstjóraskipti áttu sér stað um miðjan mars þegar Birgir Jónsson lét af störfum og Einar Örn Ólafsson, sem þá hafði verið stjórnarformaður, tók við starfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK