Kraftur færist í Styrkás

Ásmundur Tryggvason forstjóri Styrkáss hf.
Ásmundur Tryggvason forstjóri Styrkáss hf. Ljósmynd/Styrkáss

Styrkás hefur keypt öll hlutabréf í fyrirtækinu Krafti. Fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu kaupsamninginn í dag.

Styrkás selur flutningabíla frá MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN-bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja.

Kraftur verður áfram rekinn sem sjálfstætt félag í kjölfar kaupanna en í tilkynningu frá Styrkási segir að stefna nýs eiganda sé að skapa hagræði og efla þjónustu við viðskiptavini.

Styrkás er í 63% eigu fjárfestingarfélagsins Skeljar og 27% eigu Horns IV slhf., framtakssjóðs í stýringu Landsbréfa.

Velta Krafts árið 2023 nam um 2 milljörðum króna og hagnaður Krafts fyrir afskriftir árið 2023 var 180 milljónir króna.

Kaupverð verður að hluta til greitt með útgáfu nýrra hluta í Styrkási og getur seljandi eignast allt að 0,94% hlut í Styrkási ef viðmið nást að fullu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK