Ágúst nýr sölu- og markaðsstjóri Vöruverndar

Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn sem sölu-og markaðsstjóri hjá Vöruvernd. …
Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn sem sölu-og markaðsstjóri hjá Vöruvernd. Hann verður jafnfram hluthafi í fyrirtækinu.

Ágúst Jóhannsson hefur verið ráðinn sem sölu-og markaðsstjóri hjá Vöruvernd.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vöruvernd, en Ágúst hefur starfað síðustu átta árin sem sölu-og markaðsstjóri Kerfis Fyrirtækjaþjónustu. Hann mun hefja störf þann 1.ágúst og verður hluthafi í fyrirtækinu.

 Hann er einnig þekktur sem einn reyndasti handknattleiksþjálfari landsins og hefur meðal annars þjálfað í Noregi, Danmörku og Færeyjum. Síðustu ár hefur hann verið þjálfari kvennaliðs Vals ásamt því að vera aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna.

Vöruvernd sérhæfir sig í lausnum sem við koma vöruverndarhliðum, þjófavörnum, merkingum og myndavélakerfum.

„Ég hlakka mikið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru hjá Vöruvernd. Fyrirtækið hefur verið í sókn og vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Hjá fyrirtækinu vinnur samheldinn og góður hópur og ég hlakka til að verða hluti af þeirri liðsheild sem ég tel vera lykilinn að góðum árangri hér, sem og í boltanum,“ segir Ágúst í tilkynningunni.

Ágúst einn reyndasti handknattleiksþjálfari landsins.
Ágúst einn reyndasti handknattleiksþjálfari landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK