Verðbólga eykst umfram spár

Verðbólga eykst.
Verðbólga eykst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,3% og eykst um 0,46 prósentustig frá fyrri mánuði, en þá mældist hún 5,8%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Hag­fræðideild Lands­bank­ans spá­ði því að verðbólga færi upp í 5,9% í júlí. Það gerði Íslandsbanki sömuleiðis.

Verðbólga mælist 6,3%.
Verðbólga mælist 6,3%. Ljósmynd/Hagstofan

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 512,9 stig og hækkar um 0,45% frá júní 2024.

„Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkuðu föt og skór um 6,2% en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2%. Matvörur hækkuðu um 1,1%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 0,5% og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 16,5%,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK