Vísar því á bug að ferðaþjónustunni sé um að kenna

„Varðandi verðlag og fasteignaverð, þá vísa ég því algjörlega og fullkomlega á bug að það sé ferðaþjónustunni að kenna. Vegna þess að við þurfum ekki að horfa lengra til baka en á Covid tímanum þar sem vextir lækkuðu gríðarlega mikið. Þá sáum við hvernig verðlag á húsnæði þaut upp um leið og peningarnir urðu ódýrir,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spurður um áhrif ferðaþjónustu á fasteignaverð. 

Hann segir að hagsagan sýni að lægri vextir hafi áhrif á hækkandi fasteignaverð, ekki ferðaþjónusta. Í Covid hafi t.a.m. enginn ferðamaður verið hér á landi. Engu að síður hafi fasteignaverð hækkað hressilega. „Það var ekki nokkur kjaftur hér í ferðaþjónustu þegar það gerðist,“ segir Jóhannes.

Þá verði að horfa til þess að of lítið hafi verið byggt af nýjum fasteignum auk þess sem ekki megi gleyma því að erlent vinnuafl sé drifkraftur þess vaxtar sem hafi átt sér stað í því litla hagkerfi sem er til staðar á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK