Breytingar hjá Play eftir milljarða tap

Breytingarnar taka gildi næstu mánaðamót.
Breytingarnar taka gildi næstu mánaðamót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play tilkynnir breytingar á skipulagi innan flugfélagsins og varða þær framkvæmdastjórn og stjórnendur. Tilkynnt er meðal annars að nýr framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hafi verið ráðinn.

Breytingarnar eru sagðar gerðar til þess að bæta reksturinn og taka gildi nú um mánaðamótin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Breytingarnar verða í kjölfar þess að í ljós kom í uppgjöri að flugfélagið hefði tapað 4,2 milljörðum króna það sem af er ári.

Nýr forstöðumaður deildar verður í Litháen

Nýr framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, Andri Geir Eyjólfsson, tekur við af Arnari Má Magnússyni. Þá verður Sigurður Örn Ágústsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og upplýsingatæknisviðs en hann gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar.

Georg Haraldsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs lætur af störfum. Hefur Ramunas Kurkutis verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatæknisviðs og verður hann staðsettur í Vilnius í Litháen.

Ný skrifstofa forstjóra

Ný skrifstofa forstjóra hefur sömuleiðis verið stofnuð og verða tvö svið innan hennar. Lögfræði- og mannauðssvið í umsjón Jóhanns Péturs Harðarsonar og samskipta- og markaðssvið í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi.

Þá verður framkvæmdarstjórn fyrirtækisins skipuð á eftirfarandi máta:

  • Einar Örn Ólafsson, forstjóri
  • Ruta Dabašinskaitė-Vitkė, fjármálastjóri
  • Andri Geir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs
  • Daníel Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri leiðakerfis og áætlunarsviðs
  • Sonja Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri tekna- og þjónustu
  • Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og upplýsingatækni

Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, þar sem hann þakkar Arnari og Georgi fyrir sitt framlag:

„Ég vil þakka Arnari Má og Georgi fyrir þeirra framlag á undanförnum árum og óska þeim alls hins besta. Andri Geir býr yfir mikilvægri reynslu af flugrekstri Play og hefur verið algjör lykilmaður í félaginu frá stofnun.

Flugrekstrarsviðið verður því í góðum höndum með Andra Geir í fararbroddi. Fram undan eru spennandi tímar hjá Play, þar sem nýtt úrvalsteymi stjórnenda mun leiða félagið áfram til enn frekari árangurs.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK