Hlutabréf í JetBlue hækka um 9%

Bandaríska flugfélagið JetBlue hyggst fresta kaupum á Airbus-flugvélum.
Bandaríska flugfélagið JetBlue hyggst fresta kaupum á Airbus-flugvélum.

Gengi hlutabréfa í bandaríska flugfélaginu JetBlue hækkaði um 9% í morgun, eftir að hafa félagið skilaði nokkuð óvænt hagnaði á öðrum ársfjórðungi.

Þá tilkynnti það einnig að það hygðist fresta kaupum á Airbus-flugvélum fyrir þrjá milljarða dala, sem jafngildir 415 milljörðum króna, til að auka arðsemi og draga úr kostnaði.

Fram kemur í umfjöllun Reuters að almennt sé uppsveifla hjá bandarískum flugfélögunum um þessar mundir, þar sem reiknað er með þau muni flytja 271 milljón farþega í sumar, sem sé 6,3% fjölgun frá sama tímabili í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK