Terra Einingar kaupir Öryggisgirðingar

Valgeir Baldursson forstjóri Terra, Þórður Antonsson og Dagný Hrund Gunnarsdóttir …
Valgeir Baldursson forstjóri Terra, Þórður Antonsson og Dagný Hrund Gunnarsdóttir stofnendur Öryggisgirðinga og Fannar Örn Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Terra Eininga. Ljósmynd/Aðsend

Terra Einingar ehf., dótturfyrirtæki Terra, hefur fest kaup á öllu hlutafé Öryggisgirðinga ehf.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra.

Í tilkynningunni segir að Öryggisgirðingar bjóði heildarlausnir á girðingum, hliðum og aðgangskerfum fyrir stofnanir, fyrirtæki, heimili og sumarhús. Fyrirtækið sé þekkt á markaði fyrir gæðavörur og þjónustu og hafi byggt upp mjög farsæl viðskiptasambönd. Lausnirnar séu smíðaðar á Íslandi eftir þörfum viðskiptavina og veiti fyrirtækið heildarlausn á uppsetningu og viðhaldi.

Terra í miklum vexti

Fannar Örn Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Terra Eininga, segir að félögin tvö muni byggja sterka heild sem öflugt fyrirtæki í iðnaði.

„Terra Einingar hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og hafa húseiningar fyrirtækisins notið aukinna vinsælda þar sem sveigjanleikinn er í fyrirrúmi. Með kaupunum á Öryggisgirðingum sjáum við mikil tækifæri í auknu vöruúrvali beggja fyrirtækja sem saman munu styrkja stöðu sína á markaði. Eftirspurn eftir sveigjanlegum lausnum, bæði hvað varðar húseiningar, girðingalausnir og aðgangskerfi, hefur aukist verulega. Með breiðu vöruúrvali Terra Eininga og Öryggisgirðinga munu félögin byggja sterka heild sem öflugt fyrirtæki í iðnaði,“ er haft eftir Fannari.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK