„En við erum hvergi nærri þessum raunveruleika“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að dæmin sanni að víða séu íbúar orðnir þreyttir á ferðamönnum. Ísland hefur verið nefnt í samhengi við Barcelona, París, Feneyjar og fleiri staði en hann telur það ekki sanngjarnan samanburð.

„Þetta er að gerast á stöðum þar sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna er á mjög litlu svæði. Þetta er fjöldi ferðamanna sem er þrefaldur, fjórfaldur eða fimmfaldur við það sem kemur til Íslands á ári. Það er því ekki það sama sem við erum að glíma við.“

Hann segir vissulega vert að gefa því gaum að átroðningur verði ekki of mikill hjá náttúruperlum.

„En við erum hvergi nærri þessum raunveruleika í Barcelona, Feneyjum og París,“ segir Jóhannes.

Kannanir sýni að einungis 14% Íslendinga séu neikvæðir gagnvart ferðamönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK