Mikilvægt að passa upp á kostnaðinn

Það er mikilvægt að nýsköpunarfyrirtæki passi upp á að rekstrarkostnaðurinn fari ekki fram úr hófi og ráði rétta fólkið.

Þetta segir Safa Jemai, frumkvöðull en hún er gestur í Dagmálum sem sýnd eru á mbl.is.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni. Safa fluttist hingað til lands frá Túnis fyrir sex árum síðan. Hún er hugbúnaðarverkfræðingur að mennt og hefur komið að stofnun þó nokkurra fyrirtækja hér á landi.

Um þessar mundir er Safa að reka tvö fyrirtæki Víkonnekt og Mabrúka. Víkonnekt er hugbúnaðarfyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki að hanna og þróa hugbúnaðarlausnir. En Mabrúka er fyrirtæki sem hún stofnaði með móður sinni sem er búsett í Túnis. Móðir hennar framleiðir kryddblöndur með náttúrulegum hráefnum beint frá býli. Safa flytur þau til Íslands og selur.

Safa segir að hún sé með háleit markmið fyrir starfsemi Mabrúka. Kryddblöndurnar hafi fengið góðar viðtökur hér á landi og stefnir fyrirtækið á að selja þær einnig á erlendri grundu.

„Það er líka mjög dýrmætt að ég sé að reka þetta fyrirtæki með fjölskyldu minni og þetta hefur styrkt tengslin mín við fjölskyldu mína sem er búsett í Túnis,“ segir Safa

Smelltu hér til að hluta á þáttinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK