Skattar hækki í Bretlandi á næstunni

Rachel Reeves, fjármálaráðherra Bretlands, á blaðamannafundi.
Rachel Reeves, fjármálaráðherra Bretlands, á blaðamannafundi. AFP

Rachel Reeves, fjármálaráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórnin verði að hækka skatta í næstu fjárlögum sem verða kynnt í október.

Reeves segir þetta í hlaðvarpsþætti en BBC greinir frá.

Á mánudag fullyrti Reeves að 22 milljarða punda halli væri á ríkisfjármálunum vegna fyrri ríkisstjórnarinnar sem var undir stjórn Íhaldsflokksins.

Virðisaukaskattur á einkaskóla

Í þingkosningabaráttunni var orðræða Verkamannaflokksins á þá leið að skattar yrðu ekki hækkaðir á „vinnandi fólk“. Afstaða flokksins til skattakerfisins var talin nokkuð óljós í kosningabaráttunni.

Reeves ítrekar að hún ætli ekki að hækka tekjuskatt eða virðisaukaskatt. Hún útiloki þó ekki að hækka erfðafjárskatt, fjármagnstekjuskatt eða að skattlagningu lífeyrisgreiðslna.

Verkamannaflokkurinn hefur afnumið undanþágu frá virðisaukaskatti sem einkaskólar hafa notið. Frá og með næstu áramótum mun 20% virðisaukaskattur leggjast á skólagjöld einkaskóla til að fjármagna 6.500 kennarastöður í Bretlandi.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK