Atli Stefán ráðinn til Mílu

Atli Stefán Yngvason mun taka til starfa hjá fjarskiptafélaginu Mílu.
Atli Stefán Yngvason mun taka til starfa hjá fjarskiptafélaginu Mílu. Ljósmynd/Aðsend

Atli Stefán Yngvason, ráðgjafi og viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn til fjarskiptafélagsins Mílu. Atli mun bera ábyrgð á samskiptum, mörkun og framtíðarsýn fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Þar segir að Atli Stefán hafi hafið starfsferil sinn hjá Margmiðlun árið 2004, sem stuttu síðar var keypt af Vodafone og fylgdi Atli með í kaupunum. Atli starfaði síðan hjá Vodafone í næstum áratug en síðustu tíu árin hefur hann starfað hjá ráðgjafastofunni Koala.

Spennt að fá Atla til Mílu

Þá segir jafnframt að Atli Stefán hafi komið að stofnun ýmissa fyrirtækja og meðal annars að stofnun eins elsta starfandi hlaðvarpi Íslands, Tæknivarpinu, auk Vegangerðarinnar, rútufélagsins Reykjavik Sightseeing, og einnig að stofnun segulómunarstofunnar Intuens.

„Við erum spennt að fá reynslubolta eins og Atla til Mílu. Hann er með yfir 20 ára feril í fjarskiptum, sem mun styðja vel við okkar vegferð í uppbyggingu, rekstri og viðhaldi á öflugum fjarskiptainnviðum,” er haft eftir Erik Figueras Torras, forstjóra Mílu, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK