Tugmilljarða króna fjárfesting að skila sér

Jón Ólafsson stofnandi Icelandic Glacial.
Jón Ólafsson stofnandi Icelandic Glacial. mbl.is/Eyþór

Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial, segir fyrirtækið áforma mikla sókn um heim allan eftir innkomu nýrra fjárfesta.

„Við höfum verið að vaxa árlega í tveggja stafa tölu síðan 2012. Markaðurinn með hágæðavatn í Bandaríkjunum vex um 4-5% á ári en við áætlum hins vegar að vaxa tífalt hraðar á þeim markaði. Árið 2030 hyggjumst við vera í yfir 100 löndum,“ segir Jón.

Þegar ViðskiptaMogginn heimsótti Jón í Ölfusi voru færiböndin á fleygiferð. Eftirspurnin er enda að aukast og hefur fjöldi nýrra starfsmanna verið ráðinn í verksmiðjuna að undanförnu.

„Við munum innan tíðar framleiða 100 milljónir eininga á ári – plast, dósir og gler – og ef það tekst að spara eitt sent á hverja flösku mun það auka framlegðina um eina milljón dala á ári. Þetta snýst því mikið um magn og að ná meiri framlegð út úr því sem við erum að gera. Aðhald í innkaupum er því mjög mikilvægt,“ segir Jón um umfangið.

Eigendur fyrirtækisins hafi varið 300 milljónum dala – rúmum 41 milljarði króna á núverandi gengi – frá upphafi í að byggja upp vörumerkið og fyrirtækið. Það sé nú að skila sér en félagið hafi hægt og bítandi byggt upp markaði. Það muni nú byggja upp stærsta vörumerki Íslands.

Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum sem kom út í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK