Havilland banki sviptur starfsleyfi

Fyrrverandi eigandi bankans er Kaupþing í Lúxemborg. Myndin tengist fréttinni …
Fyrrverandi eigandi bankans er Kaupþing í Lúxemborg. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Ómar Óskarsson

Starfsleyfi Havilland banka var í gær formlega afturkallað af Evrópska seðlabankanum, en ásamt því hefur Fjármálaeftirlit Lúxemborgar farið fram á greiðslustöðvun og tekið við stjórn bankans.

Frá þessu greina Lúxemborgsku miðlarnir Luxembourg Times og Delano.

Þar segir að þessi ákvörðun seðlabankans hafi verið viðbúin nú um nokkurt skeið, en lúxemborgska fjármálaeftirlitð staðfesti ákvörðun sína í fréttatilkynningu í gær.

Í henni kom fram að greiðslustöðvunin miðaði að því að vernda sparifjáreigendur og getu Havilland banka til þess að geta andmælt afturkölluninni.

Havilland banki er upprunalega runninn undan rifjum gamla Kaupþingsbanka, en hann var stofnaður árið 1999 sem útibú bankans í Lúxemborg. Eigendur bankans eru nú hin breska Rowland-fjölskylda, en hún keypti bankann eftir fall hans árið 2008.

Mótmæla ákvörðuninni

Árið 2018 sektaði fjármálaeftirlit Lúxemborgar bankann um rúmar 4 milljónir evra, fyrir lélega stjórnarhætti, og fyrir að grípa ekki til fullnægjandi ráðstafana gegn peningaþvætti, en sektin er eitt þyngsta stjórnvaldsúrræði sem eftirlitið hefur heimild til að beita, en breska armi bankans var einnig lokað af þarlendum eftirlitsaðilum á síðasta ári. 

Í frétt Delano, er haft eftir talsmönnum Havilland banka, að bankinn hyggist mótmæla ákvörðun Evrópska seðlabankans, en muni ekki leggjast gegn því að greiðslustöðvunarfyrirkomulagi veri beitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK