Boða „sterka innkomu“ Starbucks á Íslandi

Starbucks kaffihúsin voru 38.038 talsins á heimsvísu árið 2023.
Starbucks kaffihúsin voru 38.038 talsins á heimsvísu árið 2023. AFP/Jim Watson

Berjaya Food International (BFI) hefur tryggt sér rekstrarrétt til þess að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi.

BFI er alþjóðlegi armur malasíska fyrirtækisins Berjaya Food Berhad (BFood).

Ætlar fyrirtækið sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en ásamt Íslandi hefur fyrirtækið tryggt sér réttinn á því að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Við munum koma með sterka innkomu á Íslandi, Danmörku og Finnlandi,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að lögð verði áhersla á að ráða heimamenn í þau störf sem skapast, og að versla við fyrirtæki í þeim löndum sem kaffihúsin verða starfræk. 

Vilja stuðla að öflugu kaffisamfélagi

„Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK