Bandarísk hlutabréf lækka vegna óróa í Japan

Markaðir um allan heim voru rauðir í dag.
Markaðir um allan heim voru rauðir í dag. AFP

Allsherjar uppþot hefur gripið um sig á japönskum hlutabréfamörkuðum, eftir að japanska Nikkei 225 vísitalan lækkaði um meira en 12%, en það er ein mesta lækkun síðan hrun varð á verðbréfamörkuðum í kringum „svarta mánudaginn“ árið 1987.

Því virðist nú sem að áhrifin hafi breiðst um heim allan, en töluverðar lækkanir á öllum helstu hlutabréfavísitölum blöstu því við þegar kauphallir opnuðu í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. 

Í fyrstu viðskiptum á bandarískum mörkuðum tók japanska jenið stökk á móti bandaríkjadal, en Nasdaq-vísitalan féll hinsvegar um meira en 3% og sömuleiðis féllu S&P 500 og Dow Jones vísitölurnar báðar um meira en 2%.

Töluverðar áhyggjur ríkja nú meðal fjárfesta um að kreppa vofi yfir vestanhafs, og óttast margir að bandaríski seðlabankinn hafi brugðist of seint við vísbendingum um kólnun í hagkerfinu.

Segja titringinn þó ekki fyrirboða allsherjar kreppu

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, er þó haft eftir Steven Blitz, aðalhagfræðingi hjá ráðgjafafyrirtækinu TS Lombard, að titringurinn sé ekki fyrirboði allsherjar kreppu, þó að ljóst sé að bandaríska hagkerfið standi nú höllum fæti.

Tæknirisar á borð við Nvidia, Meta og Apple hafa einnig allir fallið í verði um 4%, eða meira, síðan markaðir opnuðu, en þar af seldi fjárfestingarsjóðurinn Berkshire Hathaway um helming allra hlutabréfa sinna í Apple.

Þá hefur verð á Bitcoin einnig lækkað töluvert svo eitthvað sé nefnt, en verðið á því fór lægst niður í 54.000 bandaríkjadali í dag, sem er ein mesta lækkunin það sem af er árinu. 

Áhyggjur um ofmat markaða á þessum helstu fyrirtækjum hafa farið vaxandi, sérstaklega í ljósi þess hve mikill stöðugleiki hefur ríkt á mörkuðum, en bandaríska S&P 500 hlutabréfavísitalan aldrei t.d. ekki haldist jafn stöðug síðan árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK