Munu opna Star­bucks-kaffi­hús á Íslandi

Starbucks-kaffihúsin voru 38.038 talsins á heimsvísu árið 2023.
Starbucks-kaffihúsin voru 38.038 talsins á heimsvísu árið 2023. AFP/Jim Watson

Berjaya Food In­ternati­onal (BFI) hef­ur tryggt sér rekstr­ar­rétt til þess að opna og reka Star­bucks-kaffi­hús á Íslandi. Þetta staðfestir Alia E. Ismail, samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad, við mbl.is. 

Í morgun sagðist íslenskur listamaður hafa verið á bak við til­kynn­ingu sem send var fjöl­miðlum í gær. Það er hins vegar uppspuni.  

Alia staðfesti að félagið hefði sent frá sér fréttatilkynninguna, og að félagið muni senn opna Starbucks–kaffihús á Íslandi. 

Ætlar fyr­ir­tækið sér stóra hluti á Norður­lönd­un­um, en ásamt Íslandi hef­ur fyr­ir­tækið tryggt sér rétt­inn á því að starf­rækja Star­bucks í Dan­mörku og Finn­landi. 

„Við mun­um koma með sterka inn­komu á Íslandi, Dan­mörku og Finn­landi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir einnig að lögð verði áhersla á að ráða heima­menn í þau störf sem skap­ast, og að versla við fyr­ir­tæki í þeim lönd­um sem kaffi­hús­in verða starf­ræk. 

„Það gleður okk­ur að auka um­svif okk­ar á nor­ræn­um mörkuðum sam­hliða trausta viðskipta­fé­laga okk­ar til langs tíma, Berjaya Food Ber­had, og að stuðla að öfl­ugu kaffi­sam­fé­lagi í heims­hlut­an­um,“ er haft eft­ir Duncan Moir, for­stjóra Star­bucks í Evr­ópu, Mið-Aust­ur­lönd­um og Afr­íku, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka