Segja sumarið undir væntingum

Forsvarsmenn hópbílafyrirtækja segja að vöxturinn sé minni í sumar en …
Forsvarsmenn hópbílafyrirtækja segja að vöxturinn sé minni í sumar en vonir stóðu til og telja hækkandi verðlag og aðra áfangastaði orsökina. mbl.is/Sigurður Bogi

Ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðamönnum dags- og hópaferðir segjast finna fyrir minni vexti í sumar og undanfarin ár. Það er í samræmi við tóninn í öðrum ferðaþjónustuaðilum sem Morgunblaðið hefur rætt við að undanförnu, en í gær fjallaði blaðið meðal annars um minnkandi umsvif hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum.

Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdarstjóri hópbílafyrirtækisins Grey Line, segir í samtali við blaðið að minna hafi verið að gera í sumar.

„Ég get tekið undir það sem ýmsir kollegar mínir í ferðaþjónustunni hafa verið að tala um í sumar, að við höfum ekki farið varhluta af því að það hefur verið minna að gera en vonir stóðu til,“ segir hann. Spurður nánar um það segir Hjörvar að það hafi verið eitthvað um afbókanir í ferðir sem höfðu verið planaðar inn á sumarið.

„Þessar ferðir eru bókaðar af okkar samstarfsaðilum. Þeir hafa reynt að bóka fram í lengstu lög, en hafa ekki náð að fylla allar sínar blokkir og þar af leiðandi eru búnir að vera afbóka að einhverju leyti,“ útskýrir hann.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu á laugardag, 3. ágúst. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK