Verðbólga ekki verið minni í OECD síðan 2021

Heildarverðbólga dróst saman í 24 af 38 ríkjum OECD.
Heildarverðbólga dróst saman í 24 af 38 ríkjum OECD. AFP/Kirill Kudryavtsev

Tólf mánaða verðbólga í OECD–ríkjunum lækkaði í júní í 5,6% úr 5,9% í maí. Vísitala neysluverðs hefur ekki verið svo lág í ríkjunum síðan í október árið 2021. 

Verðbólga var þó nokkrum sinnum 5,7% á upphafsmánuðum 2024.

Heildarverðbólga dróst saman í 24 af 38 ríkjum OECD og var undir 2% í níu löndum í júní, samanborið við sex í maí.

Verðbólga mældist hins vegar yfir 5% í Kólumbíu og á Íslandi, en í Tyrklandi er hún yfir 70%. 

Áætlað er að verðbólga hafi minnkað í 2,9% í júní, úr 3,1% í maí ef verðbólga í Tyrklandi er reiknuð með.

Verðbólga hér á landi mældist 6,3% í lok júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK