Markaðir virðast ná sér á flot eftir kafsund

Uppþot greip um sig á hluta­bréfa­mörkuðum í gær eft­ir að …
Uppþot greip um sig á hluta­bréfa­mörkuðum í gær eft­ir að jap­anska Nikk­ei 225-vísi­tal­an lækkaði um rúmlega 12%. AFP

Jap­anska Nikk­ei 225-vísitalan hefur rokið upp um 10,23% í dag eftir að hafa tekið skyndilega kollsteypu niður um 12% í gær. Auk þess hækkaði Topix-vísitalan um 9,3%.

Alls­herj­ar uppþot greip um sig á japönsk­um hluta­bréfa­mörkuðum í gær eft­ir að jap­anska Nikk­ei 225-vísi­tal­an lækkaði um rúmlega 12%, en það er ein mesta lækk­un síðan hrun varð á verðbréfa­mörkuðum í kring­um „svarta mánu­dag­inn“ árið 1987.

Lækkunin hafði keðjuverkandi áhrif, sem breiddust í raun um heim all­an en tölu­verðar lækk­an­ir á öll­um helstu hluta­bréfa­vísi­töl­um blöstu því við þegar kaup­hall­ir opnuðu í Evr­ópu og Banda­ríkjun­um í gær.

Markaðir opna kl. 14.30 vestanhafs

Í fyrstu viðskipt­um á banda­rísk­um mörkuðum tók jap­anska jenið stökk á móti banda­ríkja­dal, en Nas­daq-vísi­tal­an féll hins ­veg­ar um meira en 3% og sömu­leiðis féllu S&P 500 og Dow Jo­nes-vísitöl­urn­ar báðar um meira en 2%.

Síðan þá hefur S&P 500 hækkað um 1% að nýju og Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu, sem lækkaði einnig mikið samhliða kafhlaupi Nikkei, hefur nú hækkað um 3%.

Markaðir opna í Bandaríkjunum á um kl. 13.30 í dag að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK