Kjúklingabringurnar yrðu 43% ódýrari

Kjúklingurinn er ekki það eina sem myndi lækka töluvert í …
Kjúklingurinn er ekki það eina sem myndi lækka töluvert í verði. mbl.is/Árni Sæberg

Af­nám tolla á inn­flutt mat­væli myndi hafa allt að 43% lækk­un mat­vöru­verðs í för með sér, að því er fram kem­ur í út­tekt Viðskiptaráðs á áhrif­um tolla á verð nokk­urra vin­sælla vöru­teg­unda. Hvet­ur ráðið stjórn­völd til þess að af­nema tolla á inn­flutt mat­væli, enda sýni reynsl­an að slík aðgerð væri mik­il kjara­bót fyr­ir ís­lensk heim­ili.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Viðskiptaráði eru tek­in nokk­ur dæmi um þá lækk­un sem yrði á ein­staka vöru­teg­und­um, yrðu toll­ar aflagðir. Seg­ir þar að verð danskra kjúk­linga­bringa myndi lækka um 43%, Phila­delp­hia rjómost­ur og mozzar­ella ost­ur um 38%, írsk­ar nauta­lund­ir um 37%, Ma­arud Potetg­ull snakk um 32% og Häa­gen-Dazs rjómaís um 19%.

Þá er bent á að þegar rýnt sé í skatta af áður­nefnd­um vöru­teg­und­um, þ.e. virðis­auka­skatt sem leggst ofan á bæði verðtoll og magntoll, sé verð kjúk­linga­bringa 105% hærra en inn­kaupsverðið, verð áður­nefndra osta 90% hærra, nauta­lunda 83% hærra, kart­öflusnakks 62% hærra og rjómaíss 38% hærra.

Of­ur­skatt­ar vanda­málið

Tolla seg­ir Viðskiptaráð vera of­ur­skatta á mat og helstu or­sök hás mat­væla­verðs hér á landi og vegi magntoll­ur og verðtoll­ur þar þyngst. Slík­ir of­ur­skatt­ar séu sér­stak­lega skaðleg­ir í sam­an­b­urði við aðra skatta og valdi tapi allra vegna hærra vöru­verðs, minni sam­keppni og skertu aðgengi fólks að viðkom­andi vör­um.

„Með af­námi tolla væru of­ur­skatt­ar á mat­vör­ur úr sög­unni sem myndi lækka mat­væla­verð veru­lega og bæta þannig kjör ís­lenskra heim­ila,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðsins.

Viðskiptaráð seg­ir að skaðsemi tolla birt­ist ekki aðeins í hærra vöru­verði, þeir dragi einnig úr vöru­úr­vali og gæðum þar sem minna sé flutt inn af mat sem ber tolla. Því verði vöru­úr­val og gæði minni og val­kost­ir neyt­enda færri.

Meira má lesa um málið í Morg­un­blaði dags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK