Bolt kemur á íslenskan markað

Rafskúturnar verða 800 talsins í Reykjavík.
Rafskúturnar verða 800 talsins í Reykjavík. Ljósmynd/gauteholmin.no

Rafskútuleigan Bolt hefur innreið sína á íslenskan markað í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þá segir að Bolt sé stærsta rafskútuleigan í Evrópu en í Reykjavík verða 800 rafskútur í flotanum. Þær eru af gerðinni Bolt 5 og eru með 55 km á klukkustund drægni. 

Til að byrja með þurfa viðskiptavinir að skrá sig inn á Bolt-vefsvæði og er 16 ára aldurstakmark fyrir notkun skútanna. Hámarkshraði hjólanna verður 25 km á klukkustund.

Bjóða upp á ýmsa passa

Ferðin kostar 15 krónur á mínútu en það kostar ekkert að taka aflæsa hjólin eins og þekkist hjá öðrum leigum. Þá verði boðið upp á ýmsa dag-, viku- og mánaðarpassa.

Til þess að koma í veg fyrir að rafskúturnar verði notaðar undir áhrifum vímuefna verði próf í appið. Jafnframt verði innleitt kerfi sem eigi að sporna gegn því að margir noti sömu skútu á sama tíma.

Viðskiptavinir Bolt eru yfir 200 milljónir talsins í um 50 löndum og 200 borgum um allan heim.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK