Geti skapað Dalabyggð töluverðar tekjur

Vindmyllurnar í Laxárdal í Dalabyggð gætu orðið allt að 200 …
Vindmyllurnar í Laxárdal í Dalabyggð gætu orðið allt að 200 m á hæð. mbl.is/Árni Sæberg

Árleg fasteignagjöld Dalabyggðar gætu numið á bilinu 174 – 237 milljónir króna af vindorkugarði að Sólheimum í Dölum. Verði það raunin má áætla að tekjur sveitarfélagsins verði á bilinu 4,3 – 5,9 milljarðar króna á 25 ára rekstrartíma.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem Deloitte vann fyrir Qair Ísland ehf., en félagið áformar að reisa 209 MW vindorkugarð í Sólheimum sem mun samanstanda af 29 vindmyllum. Morgunblaðið hefur minnisblaðið undir höndum.

Í samantekt Deloitte er áætlað að fasteignamat allra vindmylla á Sólheimum verði á bilinu 11,6 – 15,8 milljarðar króna. Þá er miðað við verðlag ársins 2024 og ekki tekið tillit til verðbólgu, auk þess sem sá fyrirvari er settur á að gjaldskrá fasteignagjalda í Dalabyggð kann að taka breytingum á tímabilinu.

Þá áætlar Deloitte að útsvarstekjur verði allt að 40 milljónir króna á tveggja ára framkvæmdatíma verkefnisins, en það ræðst af fjölda einstaklinga sem koma að verkefninu og hvort að þeir séu búsettir í Dalabyggð. Talið er að framkvæmd og uppsetning skapi 70 ársverk í tvö ár, en það er sá tími sem tekur að koma garðinum upp.

Áhöld hafa verið um það hvort sambærileg verkefni skili tekjum til sveitarfélaga. Í minniblaði Deloitte er horft til þeirra tekna sem Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur hafa fengið vegna uppsetningar og reksturs tveggja vindmylla Háblæs í Þykkvabæ og tveggja vindmylla Landsvirkjunar ofan Búrfells. Í tilviki Skeiða- og Gnúpverjahrepps greiddi Landsvirkjun um 116 milljónir króna í fasteignaskatt árið 2016 eða 26% af tekjum sveitarfélagsins. Rangárþing ytra fékk um 87 milljónir króna. í fasteignaskatta frá Landsvirkjun árið 2016, sem nemur um 7% af tekjum sveitarfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK