Samkeppniseftirlitið er með augun á matvörunni

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri …
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. mbl.is/María Matthíasdóttir Samsett mynd.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að lögum samkvæmt eigi Samkeppniseftirlitið að fylgjast með því hvort óeðlilegar aðgangshindranir séu á samkeppnismarkaði.

Morgunblaðið óskaði eftir viðbrögðum ráðherra við orðum Grétu Maríu Grétarsdóttur framkvæmdastjóra Prís, lágvöruverðsverslunar sem til stendur að opna síðar í mánuðinum, í Dagmálum á mbl.is.

Virk samkeppni mikilvæg

Segir Gréta að heildsalar og framleiðendur bjóði stærstu matvörukeðjum landsins svo ríflegan afslátt að frekar borgi sig fyrir hennar fyrirtæki að versla við Bónus eða Krónuna en að kaupa beint af birgjum.

„Virk samkeppni á dagvörumarkaði er afar mikilvæg, m.a. sem liður í baráttu við verðbólgu. Samkeppniseftirlitið hefur það hlutverk, í samræmi við samkeppnislög, að fylgjast með að ekki séu óeðlilegar aðgangshindranir fyrir nýja aðila inn á samkeppnismarkaði, eins og dagvörumarkaðinn,“ segir Lilja og segir einnig að eftirlitið hafi fylgst með dagvörumarkaðnum.

Mikilvægt að vera á tánum

„Samkeppniseftirlitið hefur haft auga á þeim markaði undanfarin ár og heldur úti sér upplýsingasíðu, sem opnuð var í lok árs 2022. Það er mikilvægt að við sem samfélag séum ávallt á tánum þegar kemur að þessum málum og hvetjum til virkrar samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir við Morgunblaðið.

Gréta segir markmið Prís að lækka matvöruverð í landinu, sem hún segir hafa hækkað óþarflega mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK