Tekjutap skýri ákvörðun Google

Google ætlar að leyfa notendum að velja hvort þeir samþykkja …
Google ætlar að leyfa notendum að velja hvort þeir samþykkja eða hafna vefkökum þriðja aðila. Það er stefnubreyting frá fyrri áætlunum fyrirtækisins. AFP/NOAH BERGER

Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera, segir ákvörðun Google um að draga í land í áætlunum um að banna þriðja aðila kökur (e. cookies) koma sér á óvart. Google hafði áður gefið það út að fyrirtækið hygðist leggja af notkun á kökum frá þriðju aðilum sem hefur aðstoðað við að gera upplifun notenda internetsins persónulegri.

Tryggvi Freyr Elínarson þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera.
Tryggvi Freyr Elínarson þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera. Ljósmynd/Aðsend

Tryggvi segir mikilvægt að gera greinarmun á kökum frá annars vegar fyrstu aðilum og hins vegar þriðju aðilum.

„Ef við ímyndum okkur mbl.is, ef þið setjið ykkar eigin vefkökur til að safna upplýsingum þá eruð þið að vista það fyrir ykkur, í ykkar tilgangi og á ykkar vef. Þá eruð þið fyrstu aðilar því þið eigið vefinn og upplýsingarnar sem notandinn afhendir ykkur,“ segir hann.

„Ef þið setjið hins vegar kökur frá einhverjum öðrum, eins og til dæmis Facebook, þá er það kaka frá þriðja aðila. Ástæðan fyrir því að menn hafa verið að fetta fingur út í þetta er að notendur hafa ekki haft neina leið til hafa skoðun á því hvort fyrirtæki sé bara með sínar kökur til þess að tryggja eðlilega virkni og skilja hegðun á sínum vef eða hvort það sé verið að hrúga inn kökum frá tugum þriðju aðila,“ segir Tryggvi en að staðan sé töluvert betri í Evrópu þökk sé löggjöf um persónuvernd og kröfu um upplýst samþykki notenda.

Lestu ítarlega umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK