Augnlyf Alvotech tekið til umsagnar

Alvotech stefnir á að koma augnlyfinu AVT06 á markað á …
Alvotech stefnir á að koma augnlyfinu AVT06 á markað á næsta ári.

Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið til umsagnar umsókn Alvotech og breska lyfjafyrirtækisins Advanz Pharma um markaðsleyfi fyrir AVT06 sem er fyrirhuguð líftæknihliðstæða Alvotech við augnlyfinu Ey­lea (afli­bercept).

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að markaðsleyfi fyrir Evrópu gæti verið veitt á þriðja fjórðungi næsta árs.

Ey­lea (afli­bercept) er líf­tækni­lyf sem notað er til meðferðar við augn­sjúk­dóm­um sem geta leitt til sjóntaps eða blindu, svo sem votri augn­botna­hrörn­un, sjón­dep­ils­bjúgi og sjónu­kvilla af völd­um syk­ur­sýki.

Lyfið selt fyrir 400 milljarða

Í tilkynningunni kemur fram að á síðasta ári námu tekjur af sölu Eylea í Evrópu um 2,9 milljörðum Bandaríkjadala sem jafngildir um 400 milljörðum króna. 

Þá segir að samþykki lyfjastofnunarinnar til að taka lyfið til umsagnar færi Alvotech og Advanz Pharma skrefi nær að því að hefja sölu á lyfinu í Evrópu en ráðgert er að markaðsleyfi gæti verið veitt á á þriðja ársfjórðungi 2025. 

Sam­kvæmt sam­komu­lag­i fyrirtækjanna tveggja mun Al­votech bera ábyrgð á þróun og fram­leiðslu á AVT06 en Advanz Pharma verður ábyrgt fyr­ir því að tryggja markaðsleyfi og sér um sölu og markaðssetn­ingu.

Advanz Pharma fer með einka­rétt til sölu í Evr­ópu, að frá­töldu Þýskalandi og Frakklandi þar sem fé­lagið fer með sam­eig­in­leg­an rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK