Elín nýr verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands

Elín Aradóttir.
Elín Aradóttir. Ljósmynd/Aðsend

Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem nýr verkefnastjóri markaðs og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, að því er segir í tilkynningu. 

Þar segir einnig að Elín búi yfir töluverðri reynslu úr ferðaþjónustu, verkefnastjórnun og nýsköpun, en hún hefur starfrækt vefverslunina tundra.is ásamt því að reka sveitaverslunina á Hólabaki í Húnabyggð.

Hún er einnig meðlimur sveitarstjórnar Húnabyggðar, og hefur sinnt þar margvíslegum félags- og stjórnunarstörfum. Þá var hún verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar frá 2012-2013 og starfaði þar áður í sex ár sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Elín er með M.Sc. prófi í skipulags- og þróunarfræðum frá háskólanum í Guelph í Ontario, Kanada, B.Ed. kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands og diplómagráðu í rekstrarfræði frá Háskólanum á Bifröst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK