Helga Vala til Lögfræðistofu Reykjavíkur

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helgadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur nú hafið störf á Lögfræðistofu Reykjavíkur, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofunni. 

Í tilkynningunni kemur fram að Helga Vala búi yfir fjölbreyttri reynslu úr lögmennsku, en hún hefur sérhæft sig í málum tengdum stjórnsýslu- og stjórnskipunarrétti, fjölskyldu og barnarétti, sakamála- og vinnurétti, málefnum útlendinga auk almennrar lögfræðiráðgjafar og málflutnings.

Helga Vala útskrifaðist með ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist sama ár málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti.  

Helga Vala stofnaði áður lögmannstofuna Völvu lögmenn ásamt öðrum lögmönnum árið 2011, en hún starfaði þar uns hún tók sæti á Alþingi árið 2017, en þar sat hún fyrir Samfylkinguna. Hún kaus svo að hverfa aftur til lögmannsstarfa og hóf aftur störf á Völvu lögmönnum.

Í þingstörfum sínum gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum, en hún var formaður þingflokks Samfylkingarinnar, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Velferðarnefndar auk þess að eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og Íslandsdeild ÖSE, Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK