Landsbankinn spáir óbreyttum vöxtum

Útlit er fyrir óbreyttu vaxtastigi að mati hagfræðideildar Landsbankans.
Útlit er fyrir óbreyttu vaxtastigi að mati hagfræðideildar Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagfræðideild Landsbanka Íslands spáir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Peningastefnunefndin tekur vaxtaákvörðun í næstu viku og telur deildin að vextirnir verði óbreyttir í ljósi nýjustu verðbólgumælingar. Stýrivextirnir hafa verið 9,25% í heilt ár í þessum mánuði.

Í síðasta mánuði mældist tólf mánaða verðbólga 6,3% og jókst um 0,46 pró­sentu­stig frá fyrri mánuði, en þá mæld­ist hún 5,8%.

Í Hagsjá bankans segir að deildin telji að ákvörðunin um að halda stýrivöxtum óbreyttum yrði grundvölluð á því hversu hægt verðbólgan er að hjaðna.

„Síðustu yfirlýsingu mátti túlka á þann veg að hægt yrði að lækka vexti um leið og verðbólga og verðbólguvæntingar færu hjaðnandi,“ kemur fram. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK