Íslenskt fyrirtæki sér um dreifingu bóta í Kanada

Starfsfólk YAY en fyrirtækið sér nú um dreifingu bótagreiðslna í …
Starfsfólk YAY en fyrirtækið sér nú um dreifingu bótagreiðslna í Kanada. Ljósmynd/YAY

Íslenska fjártæknifyrirtækið YAY sem sá meðal annars um Ferðagjöfina fyrir íslenska ríkið hefur nú gengið til samkomulags við kanadíska fyrirtækið Smart Everyday People, SEP, um dreifingu bótagreiðslna í Kanada.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá YAY.

Þar segir að samkomulagið feli í sér dreifingu á svokölluðum HSA-greiðslum (Health Spending Accounts) sem séu fjármunir sem starfsfólk fái sem hluta af launum sínum og geti notað til að greiða fyrir læknis- og heilsuþjónustu. HSA-greiðslur séu skattfrjálsar og njóti mikilla vinsælda í Norður-Ameríku.

18 mánaða aðdragandi

Haft er eftir Ara Steinarssyni, framkvæmdastjóra YAY, að markaðurinn í Norður-Ameríku sé gríðarlega stór og að þetta samstarf sé mikilvægur áfangi fyrir fyrirtækið.

„Við höfum unnið að þessu verkefni í Kanada síðustu 18 mánuði og höfum þurft að takast á við ýmsar áskoranir. Nú höfum við fengið góðar viðtökur og getum einbeitt okkur að vexti,“ er haft eftir Ara.

YAY hefur hingað til starfað í Alberta-ríki en hyggst nú setja upp söluteymi í Ontario-ríki. Í tilkynningunni segir að samstarfið við SEP muni einfalda og bæta dreifingu HSA-greiðslna, sem muni auka þægindi og hagkvæmni fyrir bæði starfsmenn og vinnuveitendur.

Ari segir að þetta samstarf styrki stöðu YAY á alþjóðlegum fjártæknimarkaði og sé mikilvægt skref í áframhaldandi vexti fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK