Kynnisferðir undirrita nýjan samning við Strætó

Björn Ragnarsson forstjóri Kynnisferða og Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó …
Björn Ragnarsson forstjóri Kynnisferða og Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs. við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Í síðustu viku undirrituðu Strætó og Kynnisferðir nýjan samning um akstur tíu strætóleiða á höfuðborgarsvæðinu. Áður höfðu Kynnisferðir séð um þjónustu á ellefu leiðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kynnisferðum.

Í tilkynningunni segir að með samningnum verður stigið stórt skref í kolefnislausum akstri en fyrir lok ársins 2029 muni allur strætófloti Kynnisferða verða kolefnislaus í samræmi við markmið Strætó.

Sérstök öryggiskerfi

Samhliða nýjum samningi hafa Kynnisferðir fest kaup á 40 nýjum Iveco strætisvögnum frá BL sem teknir verða í notkun á næstu vikum.

„Um er að ræða dísilvagna með nýjustu mengunarkröfum en miklar framfarir hafa orðið í mengunarbúnaði dísilbíla á síðustu árum. Einnig eru þessir nýju vagnar með sérstökum öryggiskerfum sem auka öryggi vegfaranda í kringum vagnana,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK