Landsvirkjun bauð hæst í Toppstöðina

Toppstöðin er að Rafstöðvarvegi 4 í Elliðaárdalnum.
Toppstöðin er að Rafstöðvarvegi 4 í Elliðaárdalnum. mbl.is/sisi

Fimm tilboð bárust í Toppstöðina að Rafstöðvarvegi 4 í Elliðaárdal. Hæsta tilboðið barst frá Landsvirkjun sem nam 725 milljónum.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Efnt til samkeppni

Borgarráð heimilaði í júní síðastliðnum að hefja söluferli á Toppstöðinni og efnt var til samkeppni þar sem fleiri þættir en kaupverð skyldu hafa áhrif við mat á tilboðum.

Tilboðin liggja nú fyrir og eru eftirfarandi samkvæmt vefsíðu borgarinnar:

  1. Akstursíþróttafélag Íslands: Skipti á lóð
  2. APT holdings ehf: 25 milljónir króna
  3. Hilmar Ingimundarson: 420 milljónir króna
  4. Iða ehf: 287,5 milljónir króna
  5. Landsvirkjun: 725 milljónir króna

Tæpir 6.500 fermetrar

Greint var frá því í gær að Landsvirkjun hefði hug á að færa höfuðstöðvar sínar í Toppstöðina en þær eru nú í Katrínartúni 2 en voru áður á Háaleitisbraut 68. 

Toppstöðin er tæpir 6.500 fermetrar að stærð og er gildandi fasteignamat tæpar 775 milljónir króna, að því er segir á vefsíðu borgarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK