Mun draga úr framboði íbúða

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. mbl.is

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að óbreytt vaxtastig muni að óbreyttu draga úr uppbyggingu íbúða á næstu mánuðum. Það sé aftur til þess fallið að þrýsta á verðhækkanir á íbúðamarkaði.

Tilefnið er umræða um neikvæð áhrif núverandi vaxtastigs á byggingargeirann. Meðal annars sagði Pálmar Harðarson framkvæmdastjóri Þingvangs við Morgunblaðið í vikunni að fyrirtækið hefði frestað uppbyggingu 140 íbúða í Hjallahrauni í Hafnarfirði.

Það myndi ella taka verulega áhættu og tapa miklu fé ef vextir haldist óbreyttir út byggingartímann. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun greina frá vaxtaákvörðun sinni næstkomandi miðvikudag.

Umfjöllunina má finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK