Mikið spurt um lán

Þúsundir lántaka horfa fram á hærri greiðslubyrði íbúðalána.
Þúsundir lántaka horfa fram á hærri greiðslubyrði íbúðalána. mbl.is/Ómar Óskarsson

Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Landsbankanum, segir marga viðskiptavini hafa leitað ráða hjá bankanum vegna þess að fastvaxtatímabil á lánum eru að renna sitt skeið.

Helgi Teitur segir að í ár muni fastvaxtatímabili ljúka á óverðtryggðum lánum hjá bankanum sem nemi samtals um 100 milljörðum króna. Þegar hafi lán upp á samtals 36 milljarða farið af föstum óverðtryggðum vöxtum yfir í breytilega vexti í ár. Stóri hluti eftirstöðvanna, sem eru um 64 milljarðar, muni losna á fjórða fjórðungi í ár. Bankinn hafi í vor boðið viðskiptavinum upp á að kynna sér málið í Landsbankaappinu en þar megi sjá hvernig afborganir breytist í takt við skilmála lána og jafnframt skoða möguleika á því hvað hægt er að gera. Þessari viðbót við appið hafi verið vel tekið.

Helgi Teitur Helgason er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Landsbankanum.
Helgi Teitur Helgason er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Landsbankanum. Ljósmynd/Aðsend

Bankinn býður aðstoð

Tilefnið er að lesandi hafði samband við Morgunblaðið og benti á að sér hefði borist bréf frá Landsbankanum. Þar kæmi fram að bankinn væri til staðar til að fara yfir þá möguleika sem standa til boða þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hægt væri að panta tíma í íbúðalánaráðgjöf eða fá fjárfund.

„Vð höfum gert ýmislegt til að aðstoða viðskiptavini sem standa frammi fyrir því að fastvaxtatímabili á lánum þeirra er að ljúka. Við höfum sent tölvupósta og bréf og höfum hringt í tæplega fimm þúsund viðskiptavini á þessu ári,“ segir Helgi Teitur.

Helgi Teitur segir umsóknum um slíka ráðgjöf hafa fjölgað síðustu mánuði. Fjöldi umsókna hafi verið álíka mikill í byrjun ársins og í ársbyrjun 2023 en síðan hafi margfalt fleiri komið í íbúðalánaráðgjöf í hverjum mánuði en undanfarin ár. Til dæmis hafi að jafnaði 150-200 heimsóknir verið bókaðar í íbúðalánaráðgjöf mánaðarlega í fyrra. Síðustu tvo mánuði hafi hins vegar um 500 slíkar heimsóknir verið bókaðar í hvorum mánuði.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK