Sala íbúða hefst á Grandatorgi

Hringbraut 116 er bogadregið fjölbýlishús. Uppbyggingin er hluti af þéttingu …
Hringbraut 116 er bogadregið fjölbýlishús. Uppbyggingin er hluti af þéttingu byggðar í Reykjavík. Þar var lengi Byko-verslun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seldar hafa verið tíu íbúðir á Grandatorgi í Vesturbæ Reykjavíkur en formleg sala íbúðanna hefst á mánudag.

Alls eru 84 íbúðir á Grandatorgi. Reiturinn samanstendur af þremur fjölbýlishúsum: Hringbraut 116 (45 íbúðir), Sólvallagötu 79 (35 íbúðir) og Sólvallagötu 69 (4 íbúðir).

Hringbraut 116 er bogadregið fjölbýlishús gegnt JL-húsinu á Hringbraut 121. Á jarðhæð Hringbrautar 116 eru samtals 600 fermetra rými fyrir verslun og þjónustu en bogadregin lögun hússins skapar skjólgóðan inngarð milli þess og Sólvallagötu 79.

Fasteignaþróunarfélagið REIR Verk byggir húsin á reitnum en +Arkitektar, undir forystu Páls Hjaltasonar arkitekts, hönnuðu byggingarnar.

Hægt að kaupa bílastæði

Gunnar Sverrir Harðarson, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Remax, segir mikinn áhuga á Grandatorgi birtast í að þegar sé búið að selja tíu íbúðir í forsölu. Undir húsunum er bílakjallari og segir Gunnar Sverrir að fólki standi til boða að kaupa eða leigja bílastæði. Bílastæðin kosti átta til tíu milljónir en verðið fari eftir staðsetningu í kjallaranum. Þá sé boðið upp á hefðbundna mánaðarleigu á stæðum.

„Húsin er mjög vel skipulögð. Þar eru margar litlar íbúðir, íbúðir af millistærð og stórar og glæsilegar útsýnisíbúðir. Það einkennir bogahúsið að hverri endaíbúð fylgir þakgarður með óvenju miklu útirými sem er jafnvel stærra en íbúðirnar,“ segir Gunnar Sverrir og útskýrir að endaíbúðirnar stallist upp sunnan megin sem skapi þakgarðana.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK