Eyjólfur Árni og Rannveig Rist nýir stjórnarmenn Klíníkurinnar

Ný stjórn Klíníkurinnar. Frá vinstri: Hrólfur, Árni, Rannveig, Hjálmar og …
Ný stjórn Klíníkurinnar. Frá vinstri: Hrólfur, Árni, Rannveig, Hjálmar og Aðalsteinn. Mynd/BIG

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, tóku sæti í stjórn Klíníkurinnar á aðalfundi sem fram fór í gær. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður lét um leið af störfum sem stjórnarformaður eftir fimm ára starf. Þá fór Helena Sveinsdóttir læknir einnig úr stjórninni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Klíníkinni. Þar kemur jafnframt fram að Eyjólfur Árni verði stjórnarformaður og Rannveig varaformaður. Auk þeirra sitja í stjórn þeir Aðalsteinn Arnarson, Hjálmar Þorsteinsson og Hrólfur Einarsson, sem allir eru starfandi læknar hjá Klíníkinni og hluthafar.

Guðrún Ása Björnsdóttir er framkvæmdastjóri Klíníkurinnar og tók við starfinu …
Guðrún Ása Björnsdóttir er framkvæmdastjóri Klíníkurinnar og tók við starfinu í nóvember sl. Mynd/BIG

Eyjólfur Árni er sem fyrr segir formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann er menntaður húsasmiður og með doktorspróf í verkfræði. Hann var forstjóri Mannvits hf. og forvera þess félags til ársloka 2015. Hann hefur sinnt fjölmörgum ráðgjafar- og stjórnunarstörfum og situr í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Eyjólfur Árni hefur verið í stjórn Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2014, í framkvæmdastjórn SA frá 2016 og var kjörinn formaður samtakanna árið 2017.

Rannveig Rist hefur gegnt stöðu forstjóra Álversins í Straumsvík frá árinu 1997. Hún er vélstjóri, verkfræðingur og með MBA-gráðu frá Háskólanum í San Francisco. Rannveig hefur víðtæka reynslu af stjórnarstörfum og situr nú í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Rannveig hefur einnig setið í stjórn Samtaka atvinnulífsins og verið stjórnarformaður Samáls, samtaka álframleiðenda.

Guðrún Ása Björnsdóttir er framkvæmdastjóri Klíníkurinnar og tók við starfinu í nóvember sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK