Svíar lækka vexti enn frekar

Verðbólgan í Svíþjóð lækkaði í 2,6% í júní og hélst …
Verðbólgan í Svíþjóð lækkaði í 2,6% í júní og hélst stöðug í júlí. Hún hefur ekki verið lægri í tæp þrjú ár. AFP/Bob Strong

Sænski seðlabankinn hefur í annað sinn á árinu lækkað vexti og samkvæmt tilkynningu frá bankanum stefnir hann á að lækka þá enn frekar, að því gefnu að verðbólga haldist stöðug. 

Bankinn lækkaði stýrivexti síðast í maí á þessu ári. Hann hefur nú lækkað þá um 0,25% í 3,5%. Samkvæmt bankanum hefur verðbólga þar í landi þróast með áætluðum hætti og að hreyfingar í efnahagslífinu væru litlar. 

Bankinn stefnir á að halda vöxtunum í 2% og samkvæmt tilkynningu frá bankanum telur hann líkur á að hægt verði að lækka vexti tvisvar eða þrisvar til viðbótar á árinu, haldist verðbólgan stöðug. 

Verðbólgan í Svíþjóð lækkaði í 2,6% í júní og hélst stöðug í júlí. Hún hefur ekki verið lægri  í tæp þrjú ár.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK