Samið við Barclays, Citi og Kviku um umsjón fyrirhugaðs útboðs á hlutum í Íslandsbanka

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjármálafyrirtækin Barclays, Citi og Kviku, um að vera umsjónaraðilar í fyrirhuguðu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

Segir þar að í júní hafi verið samþykkt á Alþingi lög um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Og fela þau í sér að hlutur ríkisins í bankanum verði seldur í markaðssettu útboði eða útboðum.

„Slíkt sölufyrirkomulag er talið best til þess fallið að fylgja meginreglum sem áhersla er lögð á við ráðstöfun ríkiseigna: gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Í lögunum er m.a. tilgreint með hvaða hætti safnað er í tvær tilboðsbækur í útboði, hvernig verðlagningu verði háttað og úthlutun fari fram,“ segir í tilkynningunni.

Samningum lokið í þessum mánuði

Er þar jafnframt tekið fram að öllum áhugasömum verði heimilt að taka þátt í fyrirhuguðum útboðum.

Fjársýsla ríkisins auglýsti í sumar, fyrir hönd ráðuneytisins, eftir umsjónaraðilum fyrirhugaðs útboðs og var auglýst bæði á innlendum sem og erlendum markaði.

„Mikill áhugi, ekki síst af erlendum aðilum, var á að taka að sér umsjón með næsta útboði ríkisins á hlutum Íslandsbanka, en hlutverk umsjónaraðila er að annast skipulagningu og yfirumsjón útboðsins m.a. utanumhald tilboðsbóka,“ segir ennfremur í tilkynningu Stjórnarráðs.

Að undangengnu ferli hefur ráðuneytið nú ákveðið að ganga til samninga við Barclays, Citi og Kviku og er gert ráð fyrir að samningum við aðilana verði lokið í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK